sunnudagur, mars 28, 2004

Alveg hreint ágætis helgi að baki bara. Fór reyndar út bæði kvöldin en varð eitthvað veik í gær eftir ofdrykkju samblandað við þynku og skundaði heim á vit klósettsins. Ekki ljúft, en jú æla getur vel fylgt áfengi. Er samt orðin örlítið þreytt á að eyða öllum mínum helgum og frídögum í helvítis þynku og vesen. Plana alltaf allar helgar með það í fyrirrúmi að lesa, jafnvel fara í labbitúr, borða hollan mat og vera góð við fólkið mitt. En í staðin veld ég foreldrum mínum vinbrigðum með endalausu fylleríi, þunku, ofáti og svefni. Vakna svo yfirleitt í vinnu á mánudagsmorgnum með samviskubit og spurningu á vör um hvert fjandans helgin hafi nú farið. ó jú, ég svaf hana í burtu. En á betri nótum þá fór ég og borgaði inná Barcelona ferðina mína á föstudaginn og nú er bara bíða til 8.júlí og þá verður flogið á v it ævintýranna. Var að eignast mjög góðan disk með The Beta Band í gær. Það er nefninlega sena í High Fidelity þar sem gaurin spilar part úr mjög flottu lagi sem heitir Dry the rain og síðan er ég búin að hlusta á þetta lag svona milljón sinnum. En þessi diskur er mjög góður og heitir The 3 e.p.´s. Mjög flott. Var á 22 í gær þegar það labbar upp að mér frekar plebbalegur gaur og spyr hvort megi ekki bjóða mér með sér uppá efri hæð og spjalla. Snobb hænan ég sagði bara nei, er sko að fara. Bara út af því að mér fannst hann ekki nógu sætur, örugglega hinn fínasti strákur og bara gæti alveg verið sálufélagi minn, líklegast ekki en samt gott að sjá eftir einhverju sem ekki gerist. Blahhhh..........