föstudagur, febrúar 20, 2004

á á á er með náladofa í löppini og það er vont. Er búin að ákveða að segja heiminum það að toxic með britney er skemmtilegasta föstudagslag ever!!!! Ef eitthvað lag getur komið manni í gírinn þá er það TOXIC grrrrrrr.........já!!!!
Er búin að eyða fullt fullt af peningunum sem ég fékk fyrirfram í dag, keypti fallegt fjólublátt pils á útsölu í 17, eyrnalokka við, bleik fjólubláir eitthvað. Og Emily Strange dagbók með svona lás svo maður geti læst leyndarmálin sín inniu. Ekki að mitt líf sé fullt af jucy leyndóum en samt ágætt, mjög flott samt. Er að fara til alex sætu á eftir í bjór drykkju og american idol gláp. Ætla svo að fara í bæjin og mála hann bleikann og skemmta mér ógeðslega vel. Er bara nokkurnveginn á því að fjólublár sé bara minn litur, kanski bara ....kemur í ljós. Er í hössl stuði og ætla reyna að töfra fram einhvern ástar minnar virði í kveld.
hmmmmm...er svöng...

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

uff hef ekki bloggað í há herrans tíð, ekki gott. það er bara svo lítið búið að vera að gerast, REyndar búin að djamma og djamma og ætla að halda áfram þeirri vitleysu núna komandi helgi. hlakka mikið til. Nú er inga bara nokkuð löngu farinn út, skrýtið hvernig tímin líður hratt, henni finnst hún örugglega bara vera nýkomin en mér finnst ár og aldir síðan hún fór.
allvega þá er ég í stökustu vandræðum því minns á engar sígó og ekki pening til að kaupa, eins og þarf nú otf lítið til að gleðja mig þá þarf líka ekki mikið meira en sígaretuu leysi til að steypa mér í vonleysis kast dauðans. En er að fara að vinna á eftir og fæ fyrirfram og þá get ég hlaupið útí bensínstöð og gætt mér á einum marlboro lights, nammi, namm......grrrr
Er búin að lesa 2 mjög góðar bækur síðan ég skrifaði síðast hingað inn, what i loved eftir siri hustvedt, sem er nota bene kona hins mikla rithöfundar Paul Auster , frá bær bók að öllu leiti, mjög ánægð og fullfilled. Svo las ég Da vinci code , drullu áhugaverð bók verð ég að segja, mjög skemmtileg. Mjög!!!!
Fékk áfall í gær þegar ringdi á fallega i podinn minn og hann varð eitthvap unfarlegur en lagaðist svo eftir ég strauk honum vel og þurrkaði, greyið litla!!!