laugardagur, janúar 24, 2004

ok er kominn í betra skap eftir blogg eraser helvítið.damn, allavega það sem ég var að reyna að tjá mig um var semsaagt það að áðan fór ég í líkamsrækt, líkamsrækt segji ég og varð sveitt og bara alles, mjög ánægð. Samt alveg steikt að vakna eitthvað últra fersk á laugardagsmorgni og skella sér bara í leikfimi, ekki alveg ég en jú batnandi mönnum er best að lifa.....eða eitthvað....
Er enn með morðingja á heilanum og heng inn á crime library alllar mínar stundir, hvað er málið, undarlegt. Keypti mér nú einmitt bók á fimmtudaginn sem heitir Óvinurinn eftir einhvern franskan gaur, sem ég man ekki hvað heitur um einmitt annan franskan gaur sem heitir jean claude og var pathological lygari og asni og drap alla sem honum þótti vænt um, sem sagt konuna sína, börnin sín og jú foreldra sína, ekki stoppaði hann því síðasta fórnarlambið var hundur foreldra hans, allvega þá var ég svo spennt í öllu þessu morðæði að ég barasra kláraði bókina á innan við sólarhring.
þyrfti eiginlega að ná mér í smá Danielle Steel lesefni til að koma hlutunum í eðlilegt horf, eða kanski bara ísfólkið, hef nú aldrei komið mér að þeim. Örugglega gæða lestur......
andskotans helvítis, helvíti var búin að skrifa fullt fullt fullt, but nooooooooo, þá bara hætti safari forritið að virka and all was lost............

föstudagur, janúar 23, 2004

Já vá, hummmm, frekar rosalegur dagur.....hann byrjaði bara svona eins og svo margir dagar byrja ,á fætur, í vinnu og bla, en svo kom konu viðskiptavinur og særði mitt litla hjarta. Ég semsagt stóð bara minding my own þegar ónefnd kona kemur inn, fær sér kaffi og segjir hvað ég sé nú blómleg, ég segji HA? blómleg, segjir hún!!! Ég byrja að flissa soldið og segji konu greyinu að ég sé nú reyndar ekki ólétt og hélt bara að konan yrði öll vandræðaleg, en nei, hún segjir bara ó,ææ ertu þá bara svona feit, þú þarft bara að skella þér í leikfimi. Já og þarna stóð ég bara gapandi, og varð nátturulega kjaftstopp og sagði bara ó, ha ha og brosti mínu blíðasta, réttast hefði verið að ég hefði bara kýlt hana kalda og sagt að hún væri nú ekkert svo flott sjálf. OHhhhh hvað fólk getur verið að skipta sér að fáránlegum hlutum. Annars er þetta bara fyndið, en samt er mér búið að langa í súkkulaði síðan að þetta gerðist, undarlegt mál allt saman....

miðvikudagur, janúar 21, 2004

gahhhhhh....
Grrrrrr.......


You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anythind
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Elska elska elska paradise hotel!!!! Raunveruleika sjónvarpsþættir alveg uppá sitt besta. he, he....

mánudagur, janúar 19, 2004

My inner child is sixteen years old today

My inner child is sixteen

yeah......Náði mér í smá tónlist í gær og fann lagið sem er í byrjuninni á sopranos, pjúra snilld.Svo fann ég eitt af mínum all time favorites, tie a yellow ribbon, þetta lag er SVOOOOO mikil snilld. úúú ted bundy er á national geographic, ég veit ég er sick en já á einhverjum mannfræðilegum grundvelli finnst mér mjög gaman að lesa um fjöldamorðingja. Ég held að þessi áhugi hafi byrjað svona um og í kringum þegar sú ógeðfellda kvikmynd Copycat var sýnd í bío, fór einmitt að sjá hana með stóru systir að ég held og vað drullu hrædd en líka eitthvað undarlega heilluð...he,he....allavegana þá átti ég andskoti bágt með mig á almennings klósettum eftir þetta, Þú skilur eflaust hvað ég meina ef þú hefur séð verkið kæri lesandi. Undarlegt hvað maður getur fengið áhuga á skrítnum hlutum......
Annars var ég mjög spæld áðan þegar ég vaknaði eftir lúrinn minn og americas next top model var byrjað og ekki bara byrjað heldur að verða búið, mér vökknaði um augun því þetta einstaklega vandaða sjónvarpsefni er búið að halda mér gangadi í gegnum daginn. En allt í goody því skjár einn er svo mikil snilldar stöð og endursýnir því allt efnið sitt, weeeeee......
Sylvía rúsína kom og gladdi mig mjög með heimsókn til mín í vinnuna um hálf 9 í morgun, mjög ánægð og glöð að fá friendly face svona snemma morguns. Var að uppgvöta þá undarlegu staðreynd áðan að ég hef lítið sem ekkert borðað í allan dag, hummm.....undarlegt. Ég sem elska mat, hvað er að gerast. Knaski enda ég eins og edina í ab fab og fer í smá fitusog og bara hverf, hverf og verð ekkert nema haus og varir. Jú kanski augu, ég er nú með soldið stór augu, æji bleh...
Skrýtið en síðan ég ákvað að hætta að reykja hafa reykingarnar mínar held ég bara aukist um svona 25%, stór undarlegt, en sylvía er að fara í kínverska nálastungu til að hætta að reykja og gaurinn sem gerir þetta lofar alveg " ten year garantee" og já kanski maður skelli sér bara ef þetta dugar á Sylvíu. Er bara svo andskoti hrædd um að fitna og verða bara að fjalli eða kanski bara eyju eða bara offitusjúklingur. Nei segji ég, nei!!!!

sunnudagur, janúar 18, 2004

man á ekki líf. Hef setið í allan dag og allt kvöld við tölvuna mína og skoðað síðu sem heitir crime library.com og lesið mig pakksadda af frekar ógeðfelldum glæpasögum, drullu skemmtileg síða samt og er búin að bookmarka hana, bara held að ég meiki ekki meiri lesningu um fólk sem finnst gaman að borða annað fólk. Annars var ég líka að skoða fullt af skemmtilegum bandarískum bloggsíðum, gaman, gaman. Fór bara snemma að sofa í gær, las í fávitanum og varð bara sybbin og sofnaði, en mér til endalausrar gleði þá .egar ég steig á vigtina í morgun þá voru takk fyrir farinn 2 kíló farinn af bumbunni minni stóru og ég er svo stolt. Ætla að halda ótrauð áfram og fara sem fyrst í leikfimi. Hlaupa, hlaup......weeee......