föstudagur, janúar 09, 2004

Jaja var að koma úr verlslunar leiðangri dauðans, ég og mamma skelltum okkur í bajinn og keyptum allskonar kræsingar fyrir kvöldið og mamma sæta ætlar að búa ti eitthvað voða flott basiliku kirsuberja tómata brauð, umm nammi namm.....
yay...hlakka svo til!!!!! Ætla að verða bara the perfect hostess í kvöld, sæt og fín og sjarmerandi!!!!!
ó ér svo syfjuð,að deyja gjörsamlega. Crazy að gera í vinnuni bjó til fullt, fullt af kaffi og kakó og öðrum skemmtileg heitum.Inga mín gaf mér þær upplýsingar að það ætla bara allir ad mæta á morgun í ammælið mitt.Varð alltíeinu voða stressuð yfir þessu öllu saman, var eitthvað búin að gleyma að maður þarf að versla fullt og bla þegar partý eru haldin. Svo er nátturulega pönk þema og ég sem the host verð að vera alveg lang pönuðust og ég er alveg bara á þeim buxunum að mig langar bara að vera fín og sæt ammælisstelpa en ekki eitthvað pönk kvendi.En var samt að spá í að taka bara smá courtney love á þetta, vera bara með klesstan varalit, túberað hár og rassgats full, það er pönk, er þaggi bara.
kanski smá galli að ég er ekki ljóshærð, humm hvaða cool pönkara kona var svarthærð....aj samt er miklu flottara að vera með svart hár, get verið svona mysterious pönk stelpa, mikið máluð um augun og toppin oní augu...weeeee...problem solved.
Annars ákvað ég það í dag að nú væri bara hingað og ekki lengra í minni fitu.nú er það bara megrun og hreyfing og hætta reykja og drekka fullt af vatni, geng aldrei út með bjór bumbuna mína standandi útí loftið.Eg er hætt að vera líkami með bumbu meira bara bumba með líkama, alveg satt ,hrikalegt sko.
aj kanski maður lúlli bara núna
góða nótt

fimmtudagur, janúar 08, 2004

er svefnpurka dauðans....svaf alltof lengi vegna minnar rómuðu leti.En sem betur fer er ég að fara vinna á eftir þannig að all is not lost.Gleymdi símanum í vinnuni að ég held út af því ég finn hann ekki og er sígarettulaus, erfitt líf...hummm.....
er nú annars að stefna að því að hætta að reykja eftir ammælið mitt sem sagt þegar ég vakna á sunnudaginn þá byrjar sú pína að hætta þessari vitleysu.Það sem er eiginlega versta við þetta er það að mig langar bara ákkurat ekkert neitt að hætta, þetta er aðalega peninga spursmál.Er einmitt búin að reikna út að ég get keypt alveg 2. bækur í kilju á viku ef ég hætti.Og nátturulega heilbrigðis plúsinn, hætti að hósta og losna kanski alveg við eftirköst lungnabólgunnar minnar góðu.
en reykji því bara mikið um helgina og hef það gott......blehh...
Ahhhh....nýtt ár og egóið mitt hefur ákveðið að birta hugsanir sínar á alheimsnetinu. Sniðugt humm.....átti ágætis dag, svaf næatturulega alltof lengi, ætlaði á köttin að hitta giitu en það gekk ekki betur en svo að ég átti ekki pening í stræto og svo þurfti ég að fara vinna fyrr og komst því ekki að hitta hana, sem er eiginlega drullu ömurlegt því giita mín er að fara til írlands á morgun og ég mun líklegast ekkert sjá hana fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Annars á ég ammæli á laugardaginn og svo skemmtilega passar að ákkurat á laugardaginn ætlar vinnan mín að bjóða okkur starfsstelpunum í leikhús, á hvorki meira né minna en Meistarann og Margarítu , sem er ein af mínum allra, allra uppáhalds bókum. Þetta er sem sagt alveg snilldar skáldsaga eftir rússneska snillinginn og húmoristann Mikael Búlgakov.snilld, snilld. Hlakka ég því mjög til laugardagsinns.Verð kannski pínku þunn en það er í lagi, fæ mér bara afréttara áður..ha,ha......
Er búin að vera rembast að lesa Don kíkóta undanfarið, fékk hana í jólagjöf, er semsagt búin með fyrri hlutann og get ekki sagt annað en að þetta er alveg steikt bók sko, mjög politically correct og falleg og allt það en já kanski ég bíði með bókar dóma á þessari bók þangað til að ég er allavegana búin med hana.