miðvikudagur, mars 10, 2004

Já var sem sagt í vinnuni minni í kvöld að vinna bara frekar góða vakt a›ðmínu mati með henni Gunnhildi, mjög gaman að vinna með Gunnhildi, við kjöftum okkur alveg í gegnum vaktirnar, Allavegana þá koma ungir strákar inn og líta út fyrir að vera alveg meira en lítið skakkir, kaupa bjór og bla bla og svo líður tíminn og fleiri bjórar keyptir og svo bara komnir í það að kaupa 2 skot af Sambuca, ég hef greinilega sett upp undrunarsvip því Súfistinn er ekki beint staður sem maður droppar inn á þriðjudags kvöldi og ferð bara að fá þér nokkra kalda og sambuca. Strák greyið hefur greinilega séð að mér fannst þetta eitthvað undarlegt og fer eitthvað að spjalla og endar þá spjallið á því að hann fer að segja mér frá því að hann sé mjög hátt uppi á spítti og hvort það mætti ekki bara bjóða mér smá, ég þyrfti sko ekkert að kaupa hann myndi sko bara gefa mér smá í nös. Jamm þarna stend ég bara eins og illa gerður hlutur, kreysti fram bros og þakka bara pent fyrir en ég hafi ekki áhuga. Já það gerist sko ýmislegt spennó á Súfistanum. Damn.....svo nátturulega þorðum við ekkert að hringja í lögguna, bara hræddar um að við myndum bara lenda í einhverjum handrukkara hefndargerðum. Stóralvarlegt mál bara!!!
Annars var Gunnhildur að taka viðtal við mig í vinnuni, eitthvað skólaverkefni sem hún er að gera, taka viðtal við einhvern sem veit ógeðslega mikið um bara eitthvað. Og þar sem ég veit ógeðslega mikið um Sylvíu Plath þá ákváðum við bara báðar að ég yrði bara spurð spjörunum úr um þetta ágæta skáld. Mitt uppáhalds skáld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home