föstudagur, mars 12, 2004

Er í undarlegu skapi, ligg uppí rúmi, með einmannalegan svip og hlusta á Stevie Wonder syngja i belive when i fall in love with you it will be forever, bullshit. Enginn er svo heppin. Ég er hálfu kílói feitari í dag en í gær, skál fyrir því. En jú það er einmitt það sem planið er að gera í kvöld, ég og alex ætlum að tölvu nördast, bera saman fallegu tölvurnar okkar, ég á power book og hún ibook, umm hvor er sætari, jú ibookin er alveg drullu flott. Er annrs orðin pínku hrædd við spánar sólarstrandar ferð eftir sprenginguna í gær, ekki nógu gott!!! Kanski að setja fletta í smá biðstöðu svona í smá tíma.
Kanski maður taki bara til í dag, þa›ð er svo gott fyrir sálina að hafa hreint í kringum sig, er nebbla farin að finna fyrir mínum árlegu vetrar þunglyndis tendensum, ekki allkostar gott en samt ef þunglyndið kemur ekki þá fer ég að sakna þess, nátturulega orðin svo stór partur af lífinu og svona þá saknar maður þess sem maður er vanur, hvort sem það er eitthvað sem heldur í manni lífinu eða sogar það úr manni. Allavegana þá er ég búin að læra að þykja vænt um þunglyndið mitt, taka á móti því með kanski pínku reisn.
Eða kanski er þetta bara vonda veðrið sem hefur þessi áhrif, kanski......
Uppselt á Damien Rice, mig hefði langað að fara en á engan penning, reyni frekar pixies og Kraftverk, sá nú reyndar eitthvað af Kraftverk á Hróaskeldu ´98. Mjög gaman.
Væri til í að fá Lhasa eða Chavela varga hingað heim, smá suðræna tóna og smá dramatík hérna í rigninguna og rokið. Er búin að vera dugleg einmitt að seta dramtíska spænska tónlist á ipodinn minn og fara út að labba í vondu veðri, alveg málið get ég sagt ykkur......
Talandi um ipod, var að skoða eitthvað blað sem fylgdi með mogganum áðan og þar er verið að auglýsa eitthvað svona lítið sniðugt tæki sem er einmitt alveg óhugnanlega líkt ipod. Kemur frá Phillips oh jú tekur bara rétt rúmlega 350 lög eða 1.5 gb og kostar næstum jafn mikið og 15 gb ipod sem tekur 3700 lög, ég segji bara phillips what are u playin at, apple rúlar og fólk á bara ekkert að vera keppast við apple, og hana nú!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home