laugardagur, mars 13, 2004

Djöfull var gaman í gær, fór til alexar og tölvunörduðumst lengi lengi, hún eldaði mjög gott pasta og drukkum bjór. Yndislegt!!!! Svo var ferðinni heitið í bæjinn á Dillon , sem var fínt bara, góð tónlist og svona......svo í röð dauðans á sirkús , bið,bið, bið.....gahhhh en komumst nú inn um síðir sem var gott því mér var nú farið að verða örlítið kalt....brrrrr!!! En stemmninginn á Sirkús var með þeim betri sem ég hef orðið vitni að á mínum djammferli. Vá hvað var fucking gaman mar!!!!! Kom svo heim rétt fyrir 6 og ákvað eins og svo oft áður að gerast meistara kokkur og elda mér eitthvað í bókstaflegu ölæði, en aldrei þessu vant tókst ætlunarverkið bara helvíti vel, svona miðað við að ég var nú soldið full, en mér tókst að skapa þessa líka fínu eggja ommilettu a la maja. Delicios, umm namm, kryddaði hana kanski full mikið en var í lagi, of full til að láta svoleiðis rugl pirra mig. Vaknaði svo bara hressari en andskotinn og kom fram í náttkjólnum og kemur ekki bara hann pabbi minn með troðfullann poka af bakarís góðgæti, ummmmm.....alveg að redda deginum!!!!ummmmmm!!!!
Mér líður bara talsvert betur í dag en í gær, held bara að ég hafi þurft að dansa frá mér allann kvíða og stress og líður þar af leiðandi eins og drottningu í dag, drottningu segji ég........
Ég og Sylvía mín erum alveg búnar að ákveða að skella okkur to Barcelona í sumar og Eiríkur ætlar að koma með, verðum 3 saman í herbergi þannig a það verða nokkrir langir labbitúrar hjá mér!!!! Er samt mjög ánægð að vera fara heim, finnst alltaf eins og Barcelona sé svona annar heimabær minn, hef verið þarna svo rosalega mikið að ég þekki borgina bara svipað og Reykjavík og meira en Garðabæ, þar sem ég nú bý, innflutt reyndar. þannig að nokkrir langir göngutúrar skipta engu máli, á mín litlu afdrep þarna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home