fimmtudagur, mars 18, 2004

Barnið mitt er komið heim frá lækninum, það eina sem var að litla barnið mitt fékk bara nastý vírus því mamma var ekki nógu passasöm á forritin sem hún setti uppí litla krúttið sitt.
Fínn dagur í vinnuni en var samt mjög glöð þegar hann var búin og fékk mér feitann Latte með súkkulaði sírópi og nokkrar sígarettur og las svo hið mikla sorablað DV með. Fullkomið. Fékk svo tölvuna mína í hendurnar og um mig fór sælu hrollur og er búin a vera að nota hana síðan ég kom heim. Reyndi meira að segja að panta mér ferð á netinu áðan en ekkert gekk .því ég á ekkert visa kort. Var eitthvað búin að husga með mér í vikunni að vera kanski bara heima um helgina en nú er púkin kominn í mig og mig langar út á morgun. Hálf ömurleg eitthvað, enginn sjálfsagi. það er nú svosum ekkert nýtt. Já áfengi er böl sem lætur mig fara út hverja helgi og dansa og djúsa frá mér allt sem heitir vit. Kanski er þetta bara æska mín, kanski er þetta bara eitthvað sem allir verða að gera á ungdóms árum sínum, allavegana ef þeir eru single. Eyða hverri einustu krónu í tónlist, bækur , kaffi, bjór og sígó. Hálf sad eitthvað. En aftur á móti þegar ég verð orðin gömul og settleg kona með barnabörnin þá get ég allavegana sagt að ég hafi lifað svolítið. Drakk mig fulla , dansaði heilu næturnar og náði mér í allnokkrar hálsbólgur og eina lunganabólgu vegna of mikilla reykinga........marlboro lights eru bara svo fucking góðar maður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home